Erlend samskipti í Borgarholtsskóla

Í byrjun árs auglýsti Borgarholtsskóli eftir verkefnisstjóra erlends samstarfs og var Kristveig Halldórsdóttir ráðin til að taka að sér verkefnið. Ásamt gerð umsókna byrjaði starfið á því að Kristveig fór til Zaragoza á ráðstefnu um gerð umsókna og til að kynnast öðrum skólum og finna nýja samstarfsaðila. Margir höfðu áhuga að starfa með Borgarholtsskóla.

Í janúar var unnið að því að sækja um námsstyrki fyrir kennara, starfsfólk og nemendur skólans á vegum Erasmus+. Skilafrestur var 2. febrúar og sér Rannís um að úthluta þeim styrkjum fyrir hönd Íslands: www.erasmusplus.is/ Við fáum svar um miðjan apríl ….. krossum fingur og vonandi fáum við styrki til námsferða fyrir sem flesta.

Zaragoza

Aljafería höllin (Spanish: Palacio de la Aljafería)

Vet  – Nám og þjálfun – styrkir fyrir kennara og nemendur í iðn- og listnámi.  2017 – 2019

KA1 – Nám, þjálfun og námskeið fyrir starfsfólk  og kennara.    2017 – 2019

KA2 – Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi 2017 – 2019

Samstarfverkefni sem eru í 2 ár – frá 2017 – 2019 – og eru á milli nokkura landa og stofnana.

Margir skólar og stofnanir erlendis frá hafa óskað eftir að vera í samstarfi við okkur í hinum ýmsu deildum skólans. Markmið skólans er að kennarar hafi frumkvæði að því að sækja um styrki  og velji sína samstarfsaðila á næsta ári. Til að byrja með hafa nokkrir kennarar tekið að sér samstarfsverkefni fyrir hönd sinnar deildar og munu á þann hátt læra af þeim skólum sem eru vanir að vinna  í verkefnum sem þessum.

  • Félagsgreinar. Verkefnisstjóri: Hrönn Harðardóttir. Samstarfslönd: Noregur,   Danmörk, Finnland og Ísland.
  •  Afreksbraut (Nordjobb). Verkefnisstjóri: Sveinn Þorgeirsson. Samstarfslönd: Noregur.
  • Þjónustubrautir. Verkefnisstjórar: Marín Björk Jónasdóttir og Sandra Hlín Guðmundsdóttir. Samstarfslönd: Portúgal og Danmörk.

Starfsþjálfunarstyrkur frá 2016

K2 – Starfsþjálfunarverkefni á vegum þjónustubrautar þar sem Marín Björk Jónasdóttir og Sandra Hlín Guðmundsdóttir fengu styrk til að senda nemendur í starfsnám til Århus í Danmörku. Fyrstu nemendur fara í starfsþjálfun nú í mars.