Eistlandsferð Jóhönnu og Herborgar

Eistlandsferðin

Þann 3. apríl 2018 fórum við, Herborg og Jóhanna, til Tartu í Eistlandi. Við flugum til höfuðborgarinnar, Tallinn, og tókum rútu þaðan til Tartu. Ferðalagið tók um þrettán tíma samtals alveg upp að dyrunum á íbúðinni okkar.

Við höfðum ekki rannsakað mikið um Eistland áður en við fórum nema bara að horfa á nokkur Youtube myndbönd um Tartu. Það sem kom mest á óvart var hve Eistland var með fjölbreytta menningu. Þar þora allir að vera þeir sjálfir og þora að vera öðruvísi.

Við vorum í skóla sem heitir Tartu Kunstikool og þar lærðum við margt skemmtilegt. Við fengum til dæmis að prófa að búa til list úr pappír sem var ótrúlega gaman og mjög öðruvísi. Síðan fórum við í leirmótunar tíma þar sem við áttum að leira eftir andlits styttu, þetta var tími sem er ekki í boði í Borgarholtsskóla og var því mjög gaman að fá að prófa eitthvað nýtt.

Við heimsóttum Tartu grasagarðinn, með vinkonu okkar Zoey, sem sýnir rosalega fallegt plöntulíf með alls konar plöntum frá Evrópu sem var mjög eftirminnilegt ferð. Síðustu helgina okkar í Eistlandi fórum við til Tallinn og heimsóttum gamla bæinn, þessi staður sýnir ótrúlega fegurð sem ekki er auðvelt að finna í nýlegum borgum.

Þessi ferð var yndisleg upplifun og mælum við með því að allir sem hafa tækifæri til þess eigi að skella sér í Erasmus+ skiptinám.