Ferð starfsmanna til Valencia

      

Tilefni ferðarinnar „job shadowing“ á vegum Erasmus+ Móttökuskóli var COLEGIO JUAN COMENIUS, Dvalarstaður Hostal Venecia í miðborg Valencia. Skólinn er einkarekinn, af 101 kennurum sem allir eru eigendur skólans. Skólinn fær fjármagn frá ríkinu. Nemendur eru á aldrinum 3.- 18. ára. Nemendur á miðstigi og efsta stigi greiða í skólagjöld 45 EUR á mánuði. Skólaárið hefst 10. september og því lýkur kringum 20. júní. Meðal nemenda eru fatlaðir nemendur, í miklum meirihluta hreyfihamlaðir. Fróðlegt var að fylgjast með daglegu lífi í skólanum og fá að sitja kennslustundir og hlýða á kynningar frá nemendum um sitt nám og kynningu á Valencia héraði Spánar. Ein kynningin var hluti af enskuprófi hjá nemendum og prófdómari viðstaddur,  móttökurnar voru frábærar. Við þennan skóla var t.d. góður aðbúnaður fyrir nemendur, tæki og tól. Einnig var þjálfunin við fatlaða nemendur til fyrirmyndar og samvinnan á milli fatlaðra og ófatlaðra nemenda. Dans kennsla og fjölbreytni í námi og hvað nemendur gengu snyrtilega kom ánægjulega á óvart. Stjórnendur skólans leggja meira upp úr innihaldi og tækifærum fyrir nemendur en ekki í íburði í skólabyggingum sjálfum. Áhugaverð söfn og kirkjur sem boðið var upp á í fylgd kennara eftir hádegi alla dagana. Bæði nýbyggingar sem eldri byggingar.