Valencia

Þann 21. október til 18. nóvember var ég stödd í Valencia á vegum Borgarholtsskóla ásamt Elísu Sól Sigurðardóttur. Ég fékk það tækifæri að fara til Valencia á Spáni og vera skiptinemi í mánuð í  Collegio Juan Comenius, þar tók hin yndislega Paula á móti okkur og sýndi okkur þennan fallega skóla. Við vorum aðallega í ljósmyndun og kvikmyndun í skólanum. Það var svo ótrúlegt tækifæri að fara út skiptinám og ættu allir að reyna nýta sér slíkt. Við kynntumst nýjum hefðum, menningu og fengum tækifæri til að lifa sjálfstætt. Við leigðum saman íbúð á meðan við bjuggum úti.  Við eignuðumst marga góða vini. Á heimleiðinni flugum við til Rómar og stoppuðum þar í einn dag. Þar sáum við aðrar hefðir og menningu. Enn og aftur takk fyrir tækifærið.

Valencia er falleg borg og við nutum okkur allan tíman sem við vorum þar. Allir í skólanum tóku ótrúlega vel á móti okkur og allir voru skemmtilegir. Við lærðum margt af öllu þessu yndislega fólki, auk þess sem við lærðum líka mikið í ljósmyndun og kvikmyndun. Við gerðum verkefni sem snerist um að búa til gervibrúðkaup, taka myndir af brúðhjónunum og gestunum auk þess að gera myndaband um veisluna. Hópurinn okkar kaus að gera grín myndband.

Fyrsta vikan þarna úti var mjög erfið og þá féllu tár hjá okkur, allt sem þér er kært var heima.  Í viku tvö og þrjú fórum við að kynnast krökkum og duttum í rútínu. Seinustu vikuna vildi maður ekki fara en samt vildi maður fara heim. Valencia var eiginlega orðið heimili okkar líka. Það var erfitt að fara en eitt er víst að við stefnum að því að heimsækja borgina aftur seinna. Hann Zafra sagði við okkur áður en við fórum heim “Ég man ekkert eftir því að hafa ykkur ekki hér”. Við vorum þarna í mánuð og við vorum knúsaðar í klessu síðasta skóladaginn okkar og Carlos sem var veikur heima, kom til að kveðja okkur. Jesus, hann kenndi okkur ljósmyndun og hann gleymdi að kveðja okkur þannig að hann vildi senda okkur pakka sem er það krúttlegasta sem ég hef heyrt. Þetta fólk! Þegar flugvélinn fór í loftið þá féllu fleiri tár. Ef þú færð tækifæri að fara í skiptinám út, taktu það, þetta er það besta sem við höfum gert á ævinni.

Helga G. Elvarsdóttir
Elísa Sól Sigurðardóttir – Vefsíða sem Elísa Sól gerði um dvölina.

https://elisasol00.wixsite.com/pineapple/myndir

Nemendur á listnámsbraut