Sataedu, Ulivila, Finnlandi

Þann 25 mars flaug ég (Haraldur Gylfasson) til Helsinki og tók svo lest þaðan til Ulvila til að Skoða verknámsskóla á vegum erlendra samskipta.

Sataedu í Ulvila býður upp á grunnmenntun fyrir ungt fólk, boðið er uppá nám í t.d járniðnaði, húsasmíði, rafvirkjun og matreiðslu. Einnig býðst atvinnulausum einstaklingum að fara á námskeið til að verða sjúkraliðar. Um 350 nemendur eru í skólanum

 Dagskráin þessa vikuna var bæði fjölbreytt og fræðandi, kynning um námsleiðir skólans og nokkrar deildir skoðaðar.

Ég fylgdist mest með kennlu í málmiðnaðardeildinni. Ég fékk að vera nokkuð frjáls ferða minna og gat fylgst vel með því sem fram fór.

Suðukennslan fór fram með svipuðu sniði og hér heima. Mesta áherslan var lögð á þráðsuðu og pinnasuðu. Eitt var þó aðeins öðruvísi en það var að nemendur smíðuðu fyrir gesti og gangandi ýmislegt, t.d. grill með reykofni ásamt að taka að sér viðgerðir. Kúnnin borgaði efni og smá vinnulaun.

Í rennismíði var kennt á handstýrð (manual) og tölvustýrð (CNC) tæki, bæði rennibekki og fræsivélar. Nemendur forrituðu CNC vélar sjálfir í forritunarumhverfi tækjana eða í tölvuforriti. Smíðastykki voru einföld í byrjun en erfiðleikastigið jókst eftir því sem á leið

Vökva og loftstýringar voru kenndar í fluidsim tölvuforriti þar sem nemendu hönnuðu kerfin og settu svo upp verklega.

Haraldur Gylfason kennari á málm- og véltæknibrautum