Borghyltingar heimsækja Pudasjarve í Norður-Finnlandi
Dagana 15. – 21. janúar síðastliðinn fóru sex nemendur ásamt tveimur starfsmönnum skólans í fyrstu ferð tengda Erasmus+ verkefninu „Motivation Matters”. Þetta er samstarfsverkefni Íslands, Danmerkur, Finnlands og Noregs sem stendur yfir í 2 ár.
Kennarar: Sandra Hlín Guðmundsdóttir og Hrönn Harðardóttir
Nöfn nemanda sem fóru í ferðina.
Gundur Ellingsgaard Petersen |
Stefán Jóhann Brynjólfsson |
Adam Stefánsson |
Elín María Ívarsdóttir |
Birna Sól Daníelsdóttir |
Bára Guðlaug Sigurðardóttir |
Í þessari fyrstu heimsókn var ferðinni heitið til Pudasjarve í Norður-Finnlandi þar sem nemendur fengu að takast á við ýmsar skemmtilegar áskoranir. Meðal annars kynna land og þjóð fyrir hinum, fjalla um íslenska skólakerfið, taka þátt í vinnustofum um staðalmyndir, nám í nútímasamfélagi og fleira. Farið var í heimsókn í jólasveinabæ í Lapplandi, í sauna, á skíði, skauta, snjósleða, bretti og margt fleira.
Ferðin var frábær í alla staði og allir voru sammála um að hún hefði heppnast vel.