Be CreActive! Ráðstefna á Flúðum.

Ásrún Anna Daníelsdóttir nemendi Borgarholtsskóla hannaði merkið.

Eitt af samstafsverkefnum Borgarholtsskóla heitir CreActive! og er þetta fyrsta Erasmus + samstarfsverkefnið sem Borgarholtsskóli stýrir. Fyrirhugað var að hópur kennara og nemanda kæmu til okkar í fyrra en því var frestað um ár eða til 2021. Ekki tókst að taka á móti hópnum í rauntíma en ákveðið var að halda fjarvinnustofu eða -ráðstefnu fyrir verkefnið. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir stýrir verkefninu. Helga Kristrún og Kristveig fóru á Flúðir með nemendur úr grafískri hönnun og kvikmyndagerð til að vinna í verkefninu. Unnið var með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að þessu sinni var unnið með þema númer 5; Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hélt fyrirlestur fyrir alla þátttakendur og var gestafyrirlesari á ráðstefnunni.

Nemendur unnu saman og hver hópur fyrir sig tók fyrir eitt vandamál er tengdist þemanu. Lokaafurðir hópanna voru áhugaverðar, til dæmis voru gerð áróðursplaköt, vefsíður, rafbækur, ljósmyndaverk. Öll verkin höfðu það markmið að opna huga fólks á milli þessara landa um mikilvægi þess að ræða þessi mál og læra hvernig menning hvers lands í þessum málaflokkum eru. Hvað má laga, gera betur og hvað getum við lært af öðrum? Alls tóku um 40 nemendur og kennarar frá 6 löndum þátt í ráðstefnunni sem stóð í 3 daga.

Fæðingaorlof /parental-leave –https://www.flipsnack.com/nikkarosel/parental-leave.html?fbclid=IwAR0eWLhGcML_ZXxw7DiZNd0wOJkO8eZ7eEK5KJV_KwyKqHPmPBdYIbQSihE

Réttindi kvenna á heimsvísu –https://daneykav.wixsite.com/my-site-6?fbclid=IwAR3vLeUcVerMEmsjQ6zrLd2YOx3BCtRMfzaMvNtUnUyS49kmYVdFz9TKDHg