Erasmus +

Erasmus+: mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB

Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál á árabilinu 2013-2020. Úthlutað verður 14,7 milljörðum evra á þessu sjö ára tímabili til fjölbreyttra verkefna. Borgarholtsskóli mun leggja áherslu á erlend samskipti fyrir nemendur og kennara í framtíðinni. Haldið verður utan um verkefnið á þessari vefsíðu.

Áætlunin styður meðal annars skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, notkun upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám, viðurkenningu á færni, fjölbreytt samstarfsverkefni, nýsköpun í kennslufræðum, stefnumótun á öllum stigum, átak gegn leikjasvindli og fíkniefnanotkun í þróttum auk margs annars.

Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá Erasmus áætluninni frá því að hún hóf göngu sína árið 1987. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins.

www.erasmusplus.is

Samstarfsverkefni Borgarholtsskóla 2019 – 2022

  • „Creation Active!“. Verkefni álistnámihlaut 60.530 evrur til 36 mánaða –
    Helga Kristrún Hjálmarsdóttir er verkefnisstjóri. Umsóknin hlaut 86 stig af 100 mögulegum. Unnið verður með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem listnemendur gera ýmiss konar verk sem tengjast heimsmarkmiðunum. Þátttökulöndin eru: Spánn, Ítalía, Þýskaland, Ungverjaland, Króatía og Ísland.
  • „Save Water, Save Life!“ Verkefni íraungreinumsem hlaut 30.530 evru  styrk til 24 mánaða – Kristinn Arnar Guðjónsson er verkefnisstjóri en Ítalía stýrir verkefninu. Þátttökulöndin eru: Ítalía, Ísland, Portúgal, Spánn og Grikkland.
  • „Water, treasure of nature” hlaut 15.696 evru styrk til eins árs. Verkefni ítungumálum, nánar tiltekið í þýsku, – Sigurborg Jónsdóttir er verkefnisstjóri. Unverjaland stýrir verkefninu en þátttökulöndin eru Ísland og Ungverjaland.
  • „The Unteachebles”, samstarfsverkefni Menntavísindasviðs HÍ og BHS með þátttöku kennaranema. Fulltrúar BHS í verkefninu eru Sigurborg Jónsdóttir og Kristveig Halldórsdóttir. Absalon kennaraháskólinn í Roskilde, Danmörku stýrir verkefninu í samstarfi við Pólland, Ítalíu, Slóveníu, Ísland og Spán.
  • LHÍ og framhaldsskólabraut, Hrönn Harðardóttir