Be CreActive!

Guðbjörg og Kristveig héldu til Tenerife á Spáni í síðustu viku. Þar sóttu þær endurmenntun og skipulögðu verkefnið Be CreActive! sem er stýrt af Borgarholtsskóla undir stjórn Helgu Kristrúnar og Kristveigar og snýr að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hefur verið í bið síðustu 18 mánuði en til að ljúka verkefninu á tilsettum tíma verða listnámskennara á faraldsfæti næstu mánuði – þar sem á dagskrá eru ferðir til Króatíu, í nóvember, Ungverjalands í febrúar, Þýskalands í mars, Spánar í maí og lokafundur á Sikiley, Ítalíu.

Drjúgur tími fór í endurskipulagningu á verkefninu en auk þess fengu þær námskeið í skapandi kennsluaðferðum með áherslu á tækni og námskeið í eTwinning (Erasmus +). Að lokum fengu þær kynningu frá alþjóðafulltrúa Evrópusamstarfs Kanaríeyja (OPEEC) þar sem hún kynnti Evrópusamstarf og veitti ráðgjöf fyrir lokaskýrsluna sem skrifuð verður í sumar. Að sjálfsögðu fengu þær að ferðast aðeins um eyjuna og fóru þær í dagsferð um Teidi þjóðgarðinn. Myndin sem fylgir er tekin á útisvæði í skólanum sem er tileinkað nemendum LGBTI.