Nordplus – nemendur í Kurassaare
Fimm nemendur Borgarholtsskóli eru staddir í Kurassare í Eistlandi og vinna þar verkefni ásamt dönskum, finnskum, lettneskum og eistneskum jafnöldrum sínum. Nemendurnir eru allir að undirbúa lokaverkefni sitt af bóknámsbrautum skólans en eins og kunnugt er valdi skólinn að beina sjónum stúdentsefna sinna af bóknámsbrautum að nýsköpun og frumkvöðlamennt þegar námskrár voru endurskoðaðar í kjölfar nýrra framhaldsskólalaga.
Verkefnið sem nemendurnir taka þátt í heitir Global Learning Power. Hefur hvert þátttökuland valið eitt af Alheimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna (UN Global Goals) og er unnið með markmiðið samkvæmt aðferðarfræði sem nefnist Námsafl (sjá hér: Learning Power).
Óttar Ólafsson, kennari í nýsköpun, leiðir hópinn. Nemendurnir sem taka þátt að þessu sinni eru Björgvin Annar Gústavsson, Alexander Máni Patriksson, Alísa Rakel Abrahamsdóttir, Guðlaug Ósk Ólafsdóttir og Hlynur Orri Einarsson.
Verkefninu lýkur í apríl en þá hittast fulltrúar landanna í Reykjavík. Hér í Borgarholtsskóla verður unnið með markmið númer níu, Industry, Innovation and Infrastructure. Þess má geta að sömu skólar, að viðbættum skóla í Kaunas í Litháen, hafa sótt um styrk til Nordplus fyrir áframhaldandi samstarfi á sama sviði.