Skiptinám í Tartu, Eistlandi
Ég fór í skiptinám til Eistlands og þessi upplifun var frábært frá byrjun til enda. Menningin, tónlistarlífið og kennsluaðferðir voru afskaplega líkar því á Íslandi svo það maður fékk ekki yfirþyrmandi menningarsjokk um leið og maður steig út úr flugvélinni.
Ég er í grafísku hönnunarnámi hér í Borgó og lagði þá áherslu á það, málun og auglýsingavinnu. Það er ótrúlegt hversu mikið maður getur lært á 4 vikum þegar prógrammið er sett upp á góðan, úthugsaðan og vandaðan hátt. Á hverjum degi lærði maður 100 nýja hluti, aðferðir og tækni sem erfitt eru að gleyma. Það var vel séð til þess að maður skildi allt sem kennarinn sagði, sem er mjög gott því það er stundum erfitt að hlusta á ókunnugt tungumál í 20 mínútur, en allir nemendurnir voru afskaplega blíðir, góðir og tilbúnir að aðstoða og þýða ef svo þurfti.
Ég mæli eindregið með skiptináms tækifærum Borgarholtsskóla og ef þú ert orðin 18 þá ættir þú hiklaust að athuga hvort að það sé laust í einhverjar ferðir, þú munt ekki sjá eftir því!
Tómas Torrini Davíðsson