Guðrún og Margrét Rósa í starfskynningu í Madrid
Listnámskennararnir Guðrún Ragnarsdóttir og Margrét Rósa Sigurðardóttir lögðu land undir fót í job-shadowing-leiðangur þann 18.maí síðastliðinn. Ferðinni var heitið til Madrid til að skoða skóla sem þjálfar tæknifólk til vinnu við fjölmiðla.
Gatan og hverfið
Við bjuggum í næstu götu við dómshúsið í hverfi sem heitir eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem skrifaði meistaraverkið Don Kíkóti á 17.öld. En það verk er af mörgum talið fyrsta nútíma skáldsagan og eitt fremsta bókmenntaverk sem ritað hefur verið á spænska tungu.
Skólinn og kennslan
Tilgangur ferðar okkar var að heimsækja skóla í Madrid sem heitir I.E.S. Puerta Bonita
Skólinn er staðsettur í fallegum garði í suðurhluta Madrid í húsnæði sem var áður unglingafangelsi og viðbyggð er kirkja sem nú er notuð sem leikhús og upptökustúdíó.
Með samningi við hið opinbera og fjölmiðlaiðnaðinn útskrifar skólinn tæknifólk sem er tilbúið til vinnu í fyrirtækjum í kvikmyndagerð, hljóðtækni, klippingu, grafískri hönnun, ljósmyndun og prentun.
Eftirspurn eftir tæknifólki í skapandi greinum fjölmiðlunar er mjög mikil og er meginmarkmið skólans að mennta nemendur í áðurnefndri tækni. Innan við sex mánuðum eftir útskrift eru allir nemendur sem vilj búnir að fá starf við hæfi. Skólinn vinnur með samtökum fjölmiðlafólks, Madridarborgar og atvinnulífsins í að byggja upp námið miðað við þarfir fjölmiðlanna. Flestir nemendur fara eftir útskrift beint í vinnu, sumir fara þó í háskólanám, listnám eða gerast sjálfstætt starfandi verktakar í þessum faggreinum.
Frá árinu 1990 hefur skólinn útskrifað þúsundir nemenda og yfir 85% þeirra vinna í hljóð-, mynda- og grafískum greinum eða hafa stofnað sín eigin fyrirtæki.
Aldur nemenda:
88% nemenda: 18–25 ára
10% nemenda: 25 ára og eldri
2% nemenda: 16–18 ára
Kynjaskipting:
58%: karlar
42% konur
Kennarar skólans eru iðnaðarmenn faglærðir í þeim greinum sem um ræðir og tæknifólk með reynslu úr atvinnulífinu.
Anddyri skólans er sérstaklega hannað sem sýning á verkum nemenda og gömul tæki og verkfæri úr kvikmynda- og prentbransanum mynda sögusafn.
Gömul afhelguð kirkja er næsta hús við skólann og uppgerð sem leikhús og upptökustúdíó. Hún er oft leigð út til upptöku á kvikmyndum og þáttum og sýningum.
Upptökustúdíó í kirkjunni er nauðsynlegt því kirkjan er lánuð út til upptöku á kvikmyndum og þáttum ýmiskonar.
Nemendur framleiða vinnugögn s.s. glósubækur og dagatöl. Framleiðslan felst í uppsetningu og fjölföldun annað hvort í stafrænni prentun eða offset-prentun. Kennari sýnir okkur stafræna prentarann fína.
Alltaf þurfti að biðja kennara og nemendur um leyfi fyrir myndatökum því allir eru mjög meðvitaðir um nýju persónuverndarlögin. Nemendur voru að leggja lokahönd á umbrot á tímariti. Á hverju ári búa þau til tímarit með fræðsluefni frá stofnunum og velunnurum skólans.
Framleiðendur og innflytjendur tækja úr bransanum gefa skólanum tæki til þjálfunar. Myndin er af kennslutæki í pappírsbroti.
Í skólanum er unnið með silkiprent, þrívíddarprent til viðbótar við fjórlita-offsetprentvélar ásamt auðvitað stafræna prentun.
Ferlið í verklegri kennslu hjá þeim er eftirfarandi:
- Útskýringar á framkvæmdaferlinu
- Útskýringar á tækjum og tólum
- Undirbúningur á framkvæmd
- Upphaf verkefna
- Spurningum svarað og útskýrt á meðan á ferlinu stendur
- Greining og mat á árangri eða afurð.
Úr prentsalnum
Prentsalur skólans er tilkomumikill. Þar eru nokkrar offsetprentvélar, allt frá einum lit uppí fjóra liti. Og allt sem tilheyrir slíkri vinnu.
Í skólanum er unnið með silkiprent, þrívíddarprent til viðbótar við fjórlita-offsetprentvélar ásamt auðvitað stafræna prentun. Í prentsalnum er fullkomin aðstaða til silkiprentunar. Nemendur Puerta Bonita leiðbeina nemendum úr skólum sem þau tilheyrðu áður og þeir nemendur koma síðan í skólann. Þannig er búið til flæði á milli skólastiga. Þarna fá þau að prófa tæki sem þau munu vinna með síðar. Þau prenta á sína eigin boli.
Listasöfnin í Madrid
Við vorum vel staðsettar í miðborginni og þegar skólaheimsókn var lokið heimsóttum við listasöfnin frægu.
MUSEO DEL PRADO listasafnið var opnað 1819 svo í boði voru allskonar sýningar í tilefni aldarafmælisins.
Athyglisvert var að berja augum hið magnaða verk Picassos Guernica. Picasso málaði verkið sem viðbragð við sprengjuárás á norður-spænska smábæinn Guernica árið 1937.
Fjölmiðlafár við dómshúsið
Við bjuggum í næstu götu við dómshúsið og staðsetning okkar gerði það að verkum að í hvert skipti sem við fórum í strætó þurftum við að ganga í gegnum þvögu fréttamanna sem höfðu aðsetur í tjaldi fyrir framan dómshúsið. Þarna voru mótmæli til stuðnings katalónsku þingmönnunum sem verið var að rétta yfir og mikið um að vera.
Næturlífið
Ótalið er næturlíf og verslunarferðir en minnast má á góða veitingastaði í höfuðborg Spánar.
Þetta var æðisleg ferð, yndislegt veður og frábært að fá að kynnast hvernig kennslan var uppbyggð og framkvæmd í skólanum. Við höfðum mikið gagn af þessu, áttum góð samtöl um iðnfræðslu á Íslandi og í Madrid við spænska skólamenn.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.