Elín Rós Pétursdóttir fór í starfþjálfun í leikskóla í Oxford á Englandi.

Elín Rós Pétursdóttir fór í starfsþjálfun í leikskóla í Oxford á Englandi í nóvember 2019.
Oxford er háskólabær í Englandi og búa þar 161.300 manns. Oxford er líka bærinn sem Harry Potter sögunar eiga uppruna sinn og myndirnar eru teknar upp í skóla þar. Leikskólinn sem ég var í var í 10-15 min fjarlægð ef maður er gangandi. Ég fékk gistingu hjá stjórnendum skólans þar sem þau voru með auka hús sem þau leigja út. Allt fólkið sem ég hitti var mjög vinalegt og jákvætt.

Ég var í Oxford í einn mánuð og var ég þar í Montessori leikskóla en þar er unnið eftir kenningum Maríu Montessori. Þessi stefna er öðruvísi heldur en það sem við erum að kenna hér á íslandi. Til dæmis á alltaf að nota báðar hendurnar í allt og gilti það líka um kennarana. Einnig á að kalla krakkana vini en ekki börn/krakka. Ég var set í starf aðstoðarkennara þar sem ég er ekki með sérmenntun í kenningum Montessori (allir kennararnir þurfa að vera sér menntaðir í henni). Ég fékk það hlutverk að t.d. lesa, hjálpa að skrifa nöfnin þeirra og aðstoða ef þau biðja um hjálp en öll börnin eru frekar sjálfstæð þar sem það er partur af stefnu þeirra. Flestir dagarnir voru með eitthvað eitt sérstakt sem þau áttu gera sem hópur t.d. að fara í bókasafnið einu sinni í viku, hreyfing úti einu sinni í viku, ballet einu sinni í viku. Það sem ég fékk að gera var að finna eitthvað til að gera sem tengir tíma í listasmiðju. Þar fékk ég að ráða smá (en samt með hjálp og þurfti að spyrja um leyfi um ýmislegt). Verkefnið sem ég setti fyrir var að búa til könguló þar sem þemað var næturdýr og notuðum við hendurnar í þeirri sköpun. Börnin eiga alltaf að gera eitthvað ákveðið á morgnana og gat það verið frá því að læra tölurnar, skrifa, sauma, þrífa og púsla o.fl. en helst áttu þau að gera þetta sjálf.

Ferðin gerði mig reynsluríkari og lærði ég margt af þessu. Maður verður líka sjálfstæðari þar sem maður hefur engan nema sjálfan sig til þess að gera eitthvað fyrir sig. Þetta var æðisleg upplifun og mæli ég með slíkum ferðum fyrir alla, og sérstaklega vegna þess að þú þarft ekki að vera í fjárhagslegri góðri stöðu þar sem ferðin er styrkt allan tíman sem maður er úti (svo framarlega sem maður er skynsamlegur með peninginn). Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið út því þetta var rosalega góð upplifun.