Nordplus verkefni í Danmörku

Þann 18. september fara sjö manns frá BHS til Kalundborgar í Danmörku til þess að taka þátt í spennandi verkefni sem styrkt er af Norplus.

Verkefnið snýst um Alheimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna (UN Global Goals).

Til að vinna með markmiðin er notuð sérstök aðferðafræði/kennslufræði sem gengur undir nafninu Learning Power. Þær þjóðir sem taka þátt í verkefninu eru, auk okkar, Finnar, Eistar, Lettar og Danir. Nemendum í nýsköpun (NÝS2A02) var boðið að taka þátt. Fimm þeirra halda til Kalundborgar en fleirum gefst kostur á að taka þátt í næstu heimsóknum. Verkefninu lýkur með því að hópurinn hittist hér í BHS í apríllok á næsta ári.

Nemendur:

Arney Ósk Guðlaugsdóttir Kári Alexander Þórðarson Kristján Már Kjartansson Sigríður Dröfn Auðunsdóttir Tinna María Árnadóttir

Kennarar: Anton Már Gylfason Kristján Ari Arason