Matthias Heil frá Heidelberg í Þýskalandi
Ég er nemandi í ensku, stjórnmálafræði og hagfræði við Háskólann í Heidelberg og er að læra að verða kennari. Ég er núna í Reykjavík og Borgarholtsskóla í starfsnámi og er líka að læra á forrit sem kallast „Schulwärts”, sem er skipulagt af Goethe-Institut. Markmiðið er að efla áhuga á þýsku og þýskri menningu erlendis. Til að ná því aðstoða ég í kennslustundum í þýsku ásamt Laura Duve sem er líka í starfsnámi. Við bjóðum nemendum upp á tækifæri til að tala „alvöru þýsku”. Hingað til hefur þetta verið frábær reynsla sem hefur gert mér kleyft að bæta kennsluhæfileika mína, fræðast um íslenska skólakerfið og hitta áhugavert og skemmtilegt fólk. Sigurborg Jónsdóttir og Bernd Hammerschmidt þýskukennarar Borgarholtsskóla hafa verið leiðbeinendur mínir.