Eislands – farar
Þrír fulltrúar Borgarholtsskóla leggja á vit ævintýranna í Tartu í Eistlandi, einn kennari og tveir nemendur. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir, kennari í listnámi, fer í einnar viku starfskynningu en nemendurnir, Hilmir Örn Árnason og Halldór Ísak Ólafsson, verða skiptinemar í sama skóla í grafískri hönnun auk þess að vinna á auglýsingastofu og á pappírssafninu í Tartu. Hópurinn leggur af stað 4. nóvember, Kristrún kemur heim 11. nóvember en nemendurnir koma heim 2. desember.
Helga Kristrún Hjálmarsdóttir kennari á listnámsbraut fer í starfskynninu (job shadowing) við listaskólann í Tartu, Eistlandi. Hilmir Örn Árnason og Halldór Ísak Ólafsson dvelja sem skiptinemar í sama skóla og munu læra grafíska hönnun ásamt því að vinna á auglýsingastofu og á pappírssafni í Tartu. Þeir félagar munu dvelja í mánuð og koma heim 2. desember.