Hilmir og Halldór, Listaskólinn í Tartu, Eistlandi
Hilmir Árnason og Halldór Ísak Ólafsson, 04/11/17-03/12/17, Tartu, Eistlandi
Við fórum til Eistlands 4, nóvermber á vegum Erasmus +. Frá Íslandi millilendtum við í Finnlandi og flugum síðan til Tallinn höfuðborgar Eistlands. Við gistum eina nótt þar og skoðuðum borgina og fórum síðan í lest til Tartu, þar vorum við vorum í starfsþjálfun á prent og pappírssafni. Okkar starf var að vinna með fólkinu á safninu til þess að gera auglýsingu fyrir safnið. Okkur var boðið að fara í teiknitíma í skólanum en við vorum búnir með það stig í skólanum heima svo við ákváðum að afþakka gott boð. Ástæðan afhverju við afþökkuðum er sú að við höfum eiginlega engan áhuga á teikningu og höfðum tekið þennan áfanga á Íslandi. Við eyddum mánuðnum í að taka upp viðburði á safninu og klippa það. Okkur fannst mjög gaman að upplifa aðra menningu og okkur fannst maturinn sérstaklega áhugaverður. Það var mjög gaman en okkur finnst að við höfðum of mikinn frítíma, hefðum gjarnarn vilja læra meira í skólanum.