Heimsóknir í Borgarholtsskóla
Í síðustu tvær vikur hafa margir sótt okkur heim.
Fyrst komu spænskir kennarar frá skóla sem heitir SCV Juan Comenius og er í Valencia sem vor gestir okkar á listnáms- og sérnámsbrautinni. Kennara frá okkur sækja þau svo heim í lok annar.
Eva tók á móti frönskum nemendum og kennurum frá Chennevières-sur-Marne, lítlum bæ í Frakklandi, 60 km austan Parísar. Skólinn heitir Lycée Champlain.
https://en.wikipedia.org/wiki/Chennevi%C3%A8res-sur-Marne
Inga Jóhannsdóttir dönskukennari og Kristján Ari Arason tóku á móti dönskum hópi, 24 nemendum og 3 kennurum frá Kalundborg.
Síðasti hópurinn fyrir páskafrí eru 50 ítalir sem eru í heimssókn í Rimaskóla og óskuðu eftir að heimsækja okkur líka.
Allt hefur þetta gengið mjög vel og gestirnir mjög ánægðir með skólann okkar.
Takk fyrir að taka svona vel á móti þeim.