Jonas Vega frá (Martinique) kennari í Frakklandi og Sofia Kurikova (rússnesk) nemi í Finnlandi

   

Í byrjun vikunar komu 3 kennara frá Hollandi í heimsókn en þær eru allar að kenna í Graafschap framhaldsskólanum í Doetinchem sem er austur af Amsterdam.

Jonas Vega kennari í raungreinum og stærfræði verður þessa vikuna í starfskynningu hjá raungreina og stærfræðideild og í frönsku hjá Evu. Hann mun vera í tímum hjá Magnúsi Hlyni, Kristni, Írisi, Bryndísi og Evu. Jonas kemur frá suður París, Corbeil-Essonnes og kennir þar í framhaldsskóla stærfræði, efnafræði og eðlisfræði.

Sofia Kurikova frá Raahee Finnlandi er í finnskum skóla en er sjálf rússnesk. Hún er á okkar vegum í starfþjálfun í mánuð á Veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni.  Kristveig, Eva og Jonas fóru að heimsækja hana í sveitinni og ath hvernig gengur og er hún alsæl.

Á Laugarvatni áttum við stefnumót við Grímu sem er frönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni og við heimsóttum listamenn á Gullkistunni, vinnustofu fyrir listamenn sem er á Laugarvatni. Svein danskan kvikmyndagerðarmann, Holly málara frá Bandaríkjunum og Jöelle málara frá Hollandi.

Sannkölluð skemmtiferð.