
Nemendur og kennarar á ferð og flugi
Í þessari viku er starfsmenntavika í Evrópu og af því tilefni mun Kristveig kynna erlent samstarf sérstaklega miðvikudaginn 7. nóvember fyrir nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Kristveig verður á 1. hæð á móti skrifstofu húsvarðar frá kl: 10:00 – 13:00 til að kynna alla þá möguleika sem við höfum á erlendu samstarfi hér við skólann.
Þann 13.-14. nóvember koma í heimsókn skólastjóri frá Satuedu verknámsskólanum í Finnlandi ásamt tveimum kvikmyndakennurum og tveimum nemum sem verða hjá okkur í 5 vikur á kvikmyndabrautinni.
Erasmus + ferðir:
Á þessari önn hafa nemendur í bílgreinum tekið vel við sér og voru tveir nemendur að ljúka starfsnámi á verkstæði í Þýskalandi og tveir nemendur í bílgreinum á leið til Finnlands í nóvember.

Katrín Jóna Wladecka Ólafsdóttir, Erwin Eggers aðstoðarskólastjóri í Rotenburg og Dagn Lena Sveinsdóttir sem voru að ljúka starfsþjálfun í Þýskalandi.

Gabríel Erik Sveinsson og Árný Eir Kristjánsdóttir fara þann 14. nóvember til Finnlands
Tveir listnámsbrautarnemendur eru í ljósmyndun í Valencía á Spáni og koma heim þann 17. nóvember auk þess sem tveir fara til Madrídar um miðjan janúar og verða í mánuð. Kennari í kvikmyndagerð fór í starfskynningu til Valencía og var þar í viku.

Valencía á Spáni. Helga Guðrún Elvarsdóttir, Elísa Sól Sigurðardóttir og Þiðrik. C. Emilsson
Félagsfræðikennari skólans er á námskeiði í Slóveníu þessa vikuna og skólameistari og sviðsstjóri verknáms eru á leið til Norður-Spánar í byrjun desember til að kynna sér verknámsskóla þar.
Ásdís Kristinsdóttir og Hrönn Hilmarsdóttir tóku á móti norskum móðurmálskennurum sem voru hér í tvo daga um miðjan október.

Kaja Skancke og Gro Helene Gulbrandsen móðurmálskennarar frá Hvamm í Noregi
Kristinn Arnar Guðjónsson sótti um eTwinning verkefnisstyrk fyrir verkefnið: „Effects of environmental change on a volcanic island environment“. Til hamingju með það Kristinn!
Kristveig og Helga Kristrún fóru á tengslaráðstefnu á Tenerife á Spáni og eru byrjaðar á að undirbúa umsókn fyrir stórt samstarfsverkefni á milli Íslands, Þýskalands, Ítalíu, Ungverjalands, Króatíu og Spánar. Raungreinakennarar eru einnig að vinna að samstarfsverkefni sem verður stýrt frá Portúgal.
Nordjobb: Afreksbrautarnemendur fóru til Voss í Noregi og slógu þar í gegn í október með kennurum sínum.
Í hópnum voru 12 nemendur og 2 kennarar af afreksíþróttasviðinu sem fóru í heimsókn til Noregs nýlega í Nordplus verkefni. Heimsóknin gekk afskaplega vel og varð til þess að nemendur Borgarholtsskóla komust í fréttir í norskum fjölmiðlum þar sem þeim var hrósað fyrir orku og úthald. Hópur af nemendum frá Voss koma svo til okkar í mars 2019.