Listaháskólinn og Borgarholtsskóli í samstarfi.
Erasmus+ verkefni með Listaháskólanum og Borgarholtsskóla, frábært samstarf. Frétt frá Kristínu Valsdóttur.
Erasmus+ verkefnið Listsköpun og samvinna: Leiðir að virkni og velferð (e. Social inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices (SWAIP) er í fullum gangi hjá listkennsludeild LHÍ. Markmið verkefnisins er að þróa nýjar leiðir í þverfaglegri samvinnu listamanna, heilbrigðis- og skólafólks í störfum þeirra við þær síbreytilegu aðstæður og fjölbreytta flóru einstaklinga sem það vinnur með. Þann 10. – 14.febrúar unnu list- og listþerapíunemendur úr sex háskólum í Evrópu með frábærum nemendum á framhaldsskólabraut í Borgarholtsskóla. Frábært samstarf og samvera.