Ný Erasmus áætlun 2021-2027
Erlentsamstarf vinnur bak við tjöldin þó lítið sé um ferðir erlendis þessa dagana. Ný Erasmus áætlun 2021-2027 tekur við af þeirri sem gilt hefur frá árinu 2014. Umsókn var send inn í lok síðasta árs og nú erum við komin með sérstaka Erasmus aðild. Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum (KA1 mobility) og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda.
Með Erasmus aðild er staðfest að skólinn/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Stofnanir sem fá Erasmus aðild staðfesta, munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýju menntaáætluninni 2021-2027.
Til hamingju öll sömul og mikið verður gaman að setja allt á fullt aftur, vonandi á næsta skólaári.
Kveðja Kristveig