Úthlutun Erasmus styrkja á Íslandi
Í ár fékk Borgarholtsskóli tvo styrki fyrir nemendur, starfsfólk og kennara sem nýttir verða næstu tvö árin.
- Skapandi kennsla og lærdómur hlaut 21.440 evrur – fyrir kennara og starfsfólk skólans (bóknám).
- Skapandi hæfileikar í kennslu og þjálfun hlaut 77.516 evrur – fyrir kennara í verk- og listnámi og nemendur þeirra.
Hér má sjá frétt frá Rannís um úthlutunina og hvaða skólar og stofnanir fengu úthlutað.
Lögð er áhersla á að styrkþegar kynni sér nýjar og skapandi kennsluaðferðir hjá samstarfsaðilum sínum og séu áhugasamir að deila reynslu sinni þegar heim er komið, m.a. með því að skrifa fréttir á þessa vefsíðu á íslensku og ensku. Þannig geta allir innan skólans séð hvert hver og einn fór og hvað viðkomandi lærði. Nemendur eiga að gera slíkt hið sama og á þann hátt getum við sýnt fram á árangurinn af þessum styrkjum sem munu efla skólann, kennara sem nemendur.