Erasmus + samstarfsverkefni

Í byrjun janúar 2017 hafði Neil Clark frá Sortland Videregående Skole í norður Noregi samband og óskaði eftir samstarfi við Borgarholtsskóla. Stuttur tími var til ráðstefnu þar sem umsóknarfresturinn var að renna út. Margir aðrir skólar óskuðu eftir samstarfi en að lokum var þetta verkefni fyrir valinu í samstarfi við Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur og Ársæl Guðmundsson.

Verkefnið var samþykkt,  Motivation Matters: Developing active citizenship among students in Upper Secondary School, og verður styrkt að hámarki um 24.395.- evrur. Undirbúningur er þegar hafinn og mun það byrja strax nú fyrstu helgina í september þar sem 8 kennarar frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Íslandi munu vinna saman og halda fyrsta skipulagsfund verkefnisins. Verkefni stendur yfir í tvö ár frá 2017 – 2019.

Skólar:

  1. Sortland Videregående Skole, Sorland, Noregur
  2. Pudasjärven lukio, Pudasjärvi, Finnlandi
  3. Skanderborg Gymnasium, Skanderborger, Danmörk
  4. Borgarholtsskóli v/Mosaveg, Reykjavík, Íslandi

Kennara BHS sem kenna lífsleikni:

Hrönn Harðardóttir
Sandra Hlín Guðmundsdóttir
Unnur Gísladóttir