Umsóknir fyrir kennara og nemendur.

Tölustafurinn 5.

Borgarholtsskóli hvetur kennara / starfsfólk að sækja um styrki til að heimsækja aðra skóla í Evrópu. Erasmuns + styrkir skólann veglega næstu tvö ár og því gullið tækifæri að kynna sér nýjungar, hefðir og menntamál annara landa. Við þurfum að hafa íhuga að best er að dreifa styrkunum á þær fjórar annir sem við höfum til ráðstöfunar sem þýðir að að meðaltali geta 5 kennara farið á önn og 5 nemendur. Nemendum geta sótt um styrk til skiptináms í 1 mánuð á þessu sama tímabili. BHS fékk einnig styrk fyrir 5 kennara / starfsfólk til að fara á námskeið  í 5 daga (auk tveggja ferðadaga)

Umsóknum verður raðað niður eftir önnum og fyrst verða afgreiddar þær umsóknir sem berast fyrir haustönnina 2017. Því fyrr sem sótt er um því betra en þó í síðastalagi sem hér segir.

  • Umsóknarfrestur  1. sept 2017 (haust 2017)
  • Umsóknarfrestur  1. des 2017 (vor 2018)
  • Umsóknarfrestur  1. maí 2018 (haust 2018)
  • Umsóknarfrestur  1. des 2018 (vor 2019)

Hvet ég alla kennara til að kynna sér styrkina sem Erasmus+ veitir og hægt er að sækja um hjá Kristveig verkefnisstjóra.