Kennari og nemendur fara til Finnlands

Vfrá vinstri: Kristín María, Lovísa, Kristófer Ingi og Alex Snær.

Í morgun fór Kristín María Ingimarsdóttir, kennari á listnámsbraut, til Raahe í Norður- Finnlandi til viku dvalar sjálf og tók með sér þrjá nemendur á kvikmyndabraut listnámsbrautar sem dvelja munu í Finnlandi frá 15. október til 12. nóvember 2017. Öll fara þau erlendis á vegum Erasmus+

  • Lovísa Rut Lúðvíksdóttir
  • Alex Snær Baldursson
  • Kristófer Ingi Sigurðsson

Nemendurnir munu stunda nám í Lybecker framhaldsskólanum í bænum Raahe í Finnlandi. Einnig munu þau fá tækifæri að vinna í viku hjá fyrirtæki í kvikmyndageiranum. Svo skemmtilega vill til að Kristófer Ingi og Alex Snær voru valdir til verkefnisins án vitundar um að þeir eru bestu vinir og hafa verið frá ellfu ára aldri. Alex er að fara erlendis í fyrsta skipti og segja má að þetta sé einstakt tækifæri fyrir vinina að upplifa skiptinám saman.