Madrid ferðin mín með Erasmus+

Þetta var ógleymanleg ferð. Ég dvaldi í Madrid frá 4.11- 9.12. 2017. Skólinn sem ég var í heitir I.E.S. Puerta Bonita og er framhaldsskóli sem kennir kvikmyndagerð og grafíska hönnun. iespuertabonita.es

Madrid er ótrúlega falleg og skemmtileg borg og hver einasti dagur var skemmtilegt ævintýri. Skólin sem ég var í var virkilega flottur og þar lærði ég teikningu, á photoshop og animation. Krakkarnir í skólanum voru virkilega skemmtilegir og mér leið vel þar. Ég eignaðist fullt af vinum, bæði í skólanum og fyrir utan skólann. Ég reyndi að skoða og sjá sem mest í borginni og líka fyrir utan borgina. Ferðaðist bæði í fjöllin fyrir norðan Madrid og til Toledo, sem er lítill bær sunnan Madrid. Ég mæli með fyrir alla að reyna að nýta sér Erasmus ef þau fá það tækifæri. Þetta var æðisleg ferð sem ég mun aldrei gleyma.