Nýsköpunarvinna í Madona á Lettlandi

  
Nemendur í nýsköpun í Borgarholtsskóla (NÝS2B eða NÝS3A) taka nú þátt í verkefni sem styrkt eru af Nordplus. Hópurinn er í Madona í Lettlandi og vinnur að ýmsum verkefnum með heimamönnum og nemendum frá Danmörku, Eistlandi og Finnlandi. Verkefnið heitir Global Learning Power og snýst um alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnið er eftir aðferðafræði sem heitir Learning Power sem er í þróun við háskólann í Bristol.
Kennari: Anton Már Gylfason
Nemendur:
Aðalbjörg Brynja Pétursdóttir
Brynjar Óli Kristjánsson
Óliver Haraldsson
Sigrún Kara Magnúsdóttir
Þórður Kristófer Ingibjargarson