Skólaheimsóknir til BHS

Segja má að við séum vinsæll skóli heim að sækja. Í byrjun maí hafa þó nokkrir hópar komið til okkar og vonandi verða þessir skólar samstarfsskólar okkar í framtíðinni en til þess er leikurinn gerður meðal annars.

Verkmenntaskólinn á Akureyri óskaði eftir því að við tækjum á móti þremur verknámskennurum frá Sola á Spáni. Þeir voru sérlega ánægðir með bíladeildina okkar og allt sem var það í gangi og var erfitt að ná þeim út úr bílaskálanum.

Tækniskólinn kom með tvo fulltrúa framhaldsskóla í Swiss í heimsókn. Guðrún Randalín kom með þeim en hún er nýráðinn aðstoðaskólameistari Tækniskólans og hafði ekki heimsótt Borgarholtsskóla áður.

Daniel Kehl, Vice-principal, Head of Vocational Education and Training
International Coordinator GBS
Beat Lüscher
graphic art teacher
Skóli: www.gestalter.ch

Madrid-búar sóttu okkur heim líka, nánari tiltekið 4 skólastjórar verknámsskóla í Madrid og kennarar. Þau voru á okkar vegum í tvo daga og við skipulögðum fyrir þau heimsókn til okkar ásamt að sækja Þjóðminjasafnið heim, Menntamálastofnun, Sagafilm, Hellisheiðavirkjun, og Ljósafossvirkjun. Síðan fóru þau að skoða Tækniskólann ásamt að ferðast aðeins um landið. Nú þegar eru við komin með samstarf við einn af þessum skólum og Kristveig fór til þeirra í viku í fyrra ásamt Hrafnkeli Tuma Georgssyni sem sést hér á mynd með Raúl, sem var skiptinemi í Madrid í mánuð.

IES PUERTA BONITA www.iespuertabonita.com

Luis García Domínguez, Director IES PUERTA BONITA
Raúl Martínez Ramón, Jefe de Estudios y Coordinador Erasmus+ IES PUERTA BONITA

IES LEONARDO DA VINCI www.iesleonardo.com ; in English

Raúl Sanz Lucio, Director IES LEONARDO DA VINCI

IES ISLAS FILIPINAS www.islasfilipinas.es

Justa Acedo Bartolomé, Directora IES ISLAS FILIPINAS

IES FRANCISCO TOMÁS Y VALIENTE www.iesfrancsicotomasyvaliente.com ; www.iesftv.com

Tomás Alonso Pérez, Director IES FRANCISCO TOMÁS Y VALIENTE

Jesús Fernández de Vera, Profesor de Formación y Orientación Laboral y Coordinador

Javier González Rozas, Profesor Departamento Informática y Coordinador “IT” IES FRANCISCO TOMÁS Y VALIENTE

Fimmdudaginn 17 maí komu síðan stór hópur frá Eistlandi, frá menntamálaráðuneyti Eistlands, menntamálastofnun og verknámssérfræðingar landsins sem eru hér á vegum Menntamálaráðuneytisins. Þau fengu góða kynningu á skólanum hjá Ástu Laufeyju og Kristveig fór síðan með hópinn um skólann.

Allan Padar – Higher education
Sigrid Vaher – Higher education
Meeli Murasov – Vocational education
Mari Tikerpuu – Vocational education
Aune Valk – Analysis
Ingrid Jaggo – Analysis
Kristel Vaher – Analysis
Marianne Leppik – Analysis

Fjölbraut í Breiðholti bað okkur að taka á móti tveimur kennurum frá Eislandi og slógust þær í hópinn. Þær koma frá Tartu Kustsehariduskeskus sem er verknámskóli, þær heita Katrin Vaher og Vilve Pohla. www.khk.ee