Erasmus + samstarfsverkefnið CreActive!

Kennarar og nemendur Listnámsbrautar Borgarholtsskóla fóru alla leiðina til þopsins Marzala á Sikiley á Ítalíu. Markmið ferðarinnar var að hitta 5 önnur samstarfslönd sem taka þátt í verkefninu, kennara og nemendur frá Ungverjalandi, Króatíu, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi. Marmið ferðarinnar var aðþessu sinna að vekja athyggli á Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 3, heilsu og vellíðan, stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Nemendur áttu að vekja athygli á vandamálunum og búa til verk á listrænan hátt í formi plagkts, stuttmyndar, teikningar eða á annað skapandi hátt.

Nemendur frá Borgarholtsskóla sem fóru með í ferðina voru Anna Lena Halldórsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir, Sigurþór Ísfeld Jóhannsson og Haukur Ingi Tómasson.
Kennarar: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir verkefnisstjóri, Kristveig Halldórsdóttir og Kristína María Ingimarsdóttir

Framundan er að skipuleggja komu þessa stóra hóps til Borgarholtsskóla 20 – 24 apríl 2020. Listnámsbrautarnemendur munu taka á móti þessu hóp, nemendur gista heima hjá íslensku nemendunum og unnið verður í skólanum að heimsmarkmiði númer 5 og jafréttir í sinni víðusti mynd.

Hér er linkur á upplýsingar frá Hagstofunni um heimsmarkmiðin. https://visar.hagstofa.is/heimsmarkmidin/?fbclid=IwAR30P5W5Hmm7mvXoIXOxgR78tIkWGld0YecjDSc0LH7ZJ0EdW63kpEROUWQ

Ítalarnir tóku mjög vel á móti okkur og við fórum í margar mjög fallegar skoðunarferðir og lærðum mikið um þeirra menningu og siði. Maturinn var mjög góður, nemendur bjuggu heima hjá ítölskum fjölskyldunm og lærðu mikið á því. Nemendur fengu síðan tíma í lokin til að vinna að heimsmarkmiðunum sem þau voru búin að undirbúa vel fyrir komuna til Ítalíu. Útkoman úr verkefnunum var mjög áhugaverð og fjölbreytt.

Hér er videó frá Ungversku nemendunum um ferðina.