Einar Logi og Sindri Már fóru til Silkeborgar í Danmörku.

Ferð til Danmerkur þann 17. feb til 15.mars. Við gistum í skólanum sem var geggjuð upplifun og mjög gaman. Skólinn var mjög snirtilegur og góður matur. Við kynntums fleiri krökkum sem voru líka á heimasvistinni. Sumir krakkar voru bara á heimavistinni um helgar og sumir voru bara virka daga. Við kynntums mest krökkunum sem voru um helgar og við gerðum mjög skemmtilega hluti saman t.d fórum í GO Kart, Laser Tag og fullt meira. Það sem við vissum um staðinn áður enn við komum var ekki mikið nema að við værum að fara læra og þetta væri mjög flottur skóli. Það sem kom okkur mest á óvart hvað þetta var geggjaður skóli og hversu langt hann er kominn í þróun. Þróunin var svakaleg t.d í kennslu, verkfæri, aðferðir og margt annað. Við lærðum um margar mismunandi aðferðir suðu og hvernig væri best að sjóða og hvað hentaði best í verkið. Við lærðum líka hvernig ætti að nota mörg tæki t.d beygjuvélar klippur og margt fleira. Við vorum að smíða mörg stykki og hvernig á að smíða þau, hvernig maður reiknar hvað efni teygist, hvar maður á að beygja, klippa og merkja. Til að smíða stykkin lærðum við einning hvernig ætti að teikna stykkin fyrst. Á meðan á dvölinni stóð fórum við og heimsóttum marga staði. Við fórum einn laugardag til Åarhus og löbbuðum um bæjinn og skoðuðum marga flotta staði þar. Við skoðuðum Silkeborg, kíktum á bæjinn og allt þar í kring og einnig skoðuðum við um Kaupmannahöfn og það var ágætt.

https://www.college360.dk/